Erlent

Margir halda 11. september samsæri

Einn af hverjum sjö trúir því að árásirnar á tvíburaturnana í Bandaríkjunum 11. september 2001 hafi verið samsæri ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í símakönnun sem gerð var fyrir heimildamynd á sjónvarpsstöðinni BBC í síðasta mánuði.

Niðurstöðurnar voru að nú tíu árum síðar trúa 14% Breta og 15% Bandaríkjamanna ekki að hryðjuverkasamtökin Al Qaeda hafi staðið að baki árásunum.

Rannsóknin var framkvæmd af breska markaðsrannsóknarfyrirtækinu Gfk NOP. Hringt var í 1000 Breta og jafn-marga Bandaríkjamenn. Spurt var: „Almennt er talið að Al Qaeda hafi staðið að baki þessum árásum. Hins vegar hefur því verið haldið fram að um samsæri bandarísku ríkisstjórnarinnar hafi verið að ræða. Trúir þú sjálf/ur að um samsæri hafi verið að ræða, eða ekki?"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×