Erlent

Hleypur listaverk fyrir Steve Jobs

Hér sést þessi töff hlaupaleið teiknuð upp með iphone.
Hér sést þessi töff hlaupaleið teiknuð upp með iphone. Mynd af bloggi hlauparans.
Maraþonhlaupari í Tokyo vottaði fráfarandi forstjóra Apple, Steve Jobs, virðingu sína á frumlegan hátt síðasta laugardag. Hlauparinn, Joseph Tame, hljóp 21 km hlaup og myndaði með hlaupaleið sinni risafengið apple-merki á götum Tokyo. Hann notaði  GPS tækni, tvo iphona og forrit sem kallast Runkeeper til að teikna merkið upp.

Hlauparinn breski segir iphone og apple vörur hreinlega hafa breytt lífi sínu. Steve Jobs hafi haft bein áhrif á tilveru hans og hann sé blátt áfram háður apple-vörum. Hann borgi til dæmis háar fjárhæðir á hverju ári til að rifta gömlum samningum við símafyrirtæki svo hann geti uppfært og alltaf átt nýjasta iphone-inn. Þess vegna ákvað hann að sýna Jobs þakklæti sitt í verki, óskar honum alls hins besta og vonar hann nái sér fjótt af veikindum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×