Erlent

Hungurverkfallið í Indlandi á enda

Anna Hazare, 74 ára, fær hér hjálp tveggja stúlkna við að taka langþráðan sopa.
Anna Hazare, 74 ára, fær hér hjálp tveggja stúlkna við að taka langþráðan sopa. Mynd/AFP
Indverski mótmælandinn Anna Hazare endaði í gær 13 daga hungurverkfall sitt í kjölfar þess að ríkisstjórn landsins varð við kröfum hans. Á föstunni missti hann tæp 7 kíló.

Síðustu tvær vikur hefur umræðan í Indlandi snúist mjög um Hazare sem hóf hungurverkfall sitt til að krefjast umbóta í landinu. Hann var fyrst fangelsaður fyrir kröfur sínar en þá braust fram mikil mótmælaalda og tugþúsundir Indverja þustu fram á götur landsins til að krefjast þess hann yrði látinn laus. Þegar honum í kjölfarið var sleppt úr frangelsinu neitaði hann að yfirgefa klefann sinn nema hann fengi opinbert leyfi til að mótmæla og fasta opinberlega. Það fékk hann að lokum.

Kröfur Hazare voru helst að sett yrði á fót sjálfstæð rannsóknarnefnd til að berjast gegn spillingu í landinu. Síðastliðinn laugardag varð ríkisstjórn landsins við kröfum hans. Í gær rauf hann föstu sína. Myndum af því þegar hann bar könnu af kókoshnetusafa og hunangi að vörum sér var sjónvarpað um allt Indland.

Hazare var fluttur á spítala til skoðunar, en hann hefur heitið því að „vera á vaktinni" allt þar til ríkisstjórnin hefur komið umbótatillögunum gegnum þingið.


Tengdar fréttir

Sveltir sig í Indlandi

Tugþúsunda mótmæli í Indlandi sýna engin merki þess þau muni lognast útaf. Mótmælin hófust í gær þegar þekktur aðgerðarsinni þar í landi, Anna Hazare, var hnepptur í fangelsi fyrir mótmæli.

Reyna að stöðva hungurverkfall

Ríkisstjórn Indlands reynir nú að binda enda á hungurverkfall aðgerðasinnans Anna Hazare, sem hefur enst í níu daga. Ríkisstjórnin hefur kallað eftir því að allir flokkar á þingi ræði kröfur Hazares um löggjöf gegn spillingu. Hann hefur sagst munu hætta í hungurverkfallinu ef ríkisstjórnin leggur til skriflega að eftirlitsaðilar verði ráðnir yfir forsætisráðherra og dómskerfinu.

Leyft að fasta í 15 daga

Mótmælandinn Anna Hazare hefur loks fengið leyfi til að fasta opinberlega í miðri Delhi í Indlandi. Þegar fréttir bárust af leyfinu ærðust stuðningsmenn hans af fögnuði, sungu og öskruðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×