Erlent

Fuglaflensan dreifir sér á ný

Fuglaflensan hefur verið landlæg í Asíulöndum, meðal annars Víetnam, Indónesíu og Kína.
Fuglaflensan hefur verið landlæg í Asíulöndum, meðal annars Víetnam, Indónesíu og Kína.
Sameinuðu Þjóðirnar vöruðu í dag við því að fuglaflensan kunni að blossa upp aftur. Nýtt afbrigði vírussins, sem virðist þola alla lyfjameðferð sem nú þekkist, er að breiða sig út í Kína og Víetnam. Einnig hafa villtir fuglar borið vírusinn til landa sem áður voru laus við flensuna, meðal annars Ísrael og Búlgaríu. Þetta kemur fram á vefmiðli The Independent.

Þegar flensan náði hámarki sínu árið 2006 fannst vírusinn í 63 löndum. Síðar var honum eytt í öllum nema sex þeirra. Nú vara Sameinuðu Þjóðirnar við því að nýja afbrigðið geti dreift sér í haust og vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×