Erlent

Við dauðans dyr

Al Megrahi
Al Megrahi
Líbíumaðurinn Al Megrahi, sem var dæmdur fyrir Lockerbie-ódæðið árið 1988, er nú við dauðans dyr á heimili sínu í Trípólí í Líbíu.

Fréttastofan CNN greinir frá þessu. Fréttamaður stöðvarinnar fann Megrahi í stóru einbýlishúsi í einu af auðmannahverfum Trípólí um helgina. Þar lá hann meðvitundarlaus í rúmi sín og haft var eftir vinum og ættingjum að heilsu hans hafi hrakað mjög síðustu ár. Honum væri haldið gangandi með því að fá næringu í æð og með súrefnisgjöf

Honum var sleppt úr haldi fyrir tveimur árum af mannúðarástæðum en hann var sagður vera með krabbamein í blöðruhálskirtli. Eftir að óeirðirnar hófust í Líbíu fyrir skemmstu misstu skosk yfirvöld samband við hann og ekki vera vitað hvar hann væri niðurkominn.

Al-megrahi var dæmdur fyrir Lockerbie-ódæðið árið 1998 en hann kom sprengju fyrir um borð í flugvél Pan am flugfélagsins og sprengdi hana í loft upp yfir bænum Lockerbie í Skotlandi. Um tvö hundruð og sjötíu manns fórust í árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×