Erlent

Flæðir yfir götur borgarinnar

Myndin var tekin í dag.
Myndin var tekin í dag. Mynd AP
Sjór hefur flætt yfir bakka sína á Manhattan og víðar vegna Írenu sem hefur nú verið flokkaður sem hitabeltisstormur samkvæmt frétt Daily Telegraph um málið.

Borgaryfirvöld íhuga að taka rafmagnið af neðri hluta Manhattan til þess að koma í veg fyrir skemmdir vegna flóðanna en gríðarlega mikil rigning fylgir storminum.

Þegar eru um fjórar milljónir heimila og fyrirtækja rafmagnslaus á austurströnd Bandaríkjanna vegna stormsins.

Auga stormsins fór yfir austur-hluta New York um hádegisbilið í dag.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd flæðir yfir götur borgarinnar en eftirfarandi mynd var tekin í Soho hverfinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×