Erlent

Dregur úr Írenu - hætta á flóðum

Fellibylurinn er rétt ókominn þegar þessi mynd er tekin.
Fellibylurinn er rétt ókominn þegar þessi mynd er tekin.
Fellibylurinn Írena er genginn á land í New Jersey, nærri New York borg. Samkvæmt fréttum Daily Telegraph þá hefur dregið talsvert úr fellibylnum og íhuga vísindamenn að flokka hann sem hitabeltisstorm, áður var fellibylurinn í flokknum tveimur sem er gríðarlega sterkur bylur.

Mikil rigning fylgir hinsvegar fellibylnum og spáð er fyrir stanslausu regni í tólf klukkustundir á svæðinu. Því er flóðahætta talsverð.

Milljónir heimila og fyrirtækja eru án rafmagns og símasambands vegna fellibylsins. Þá er ljóst að minnsta kosti tíu eru látnir. Þar af ellefu ára gamall drengur sem lést þegar tré féll á húsið hans í Virgínu skömmu eftir hádegi í gær.

Líklega er undarlegasta andlátið í fellibylnum karlmaður á miðjum aldri sem fór á brimbretti í Flórída í miklum öldugangi og drukknaði.

Þá hefur þurft að loka kjarnorkuverinu Calvert Cliffs í New Jersey eftir að ál komst í snertingu við kjarnarofn versins. Í kjölfarið var slökkt á kjarnorkuverinu. Samkvæmt talsmönnum versins er engin hætta á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×