Erlent

New York eins og draugaborg

Þessi mynd var tekin í nótt og sýnir hvernig óveðurskýin nálgast borgina.
Þessi mynd var tekin í nótt og sýnir hvernig óveðurskýin nálgast borgina.
Að minnsta kosti níu eru látnir og milljónir manna eru enn án rafmagns á meðan fellibylurinn Írena heldur áfram ferð sinni upp austurströnd Bandaríkjanna í átt að fjölmennustu borg landsins, New York.

Töluvert tjón hefur orðið af Írenu, í Norður Karólínu, Virginíu og Maryland. Flest dauðsföllin má rekja til þess að tré hafi gefið sig í storminum og fallið á hús og bíla.

New York er nánast eins og draugaborg. Þar er allt lokað. Lestirnar ganga ekki, né strætisvagnar eða leigubílar.Göturnar þar eru tómar og fólk heldur sig innandyra og bíður eftir því að stormurinn gangi yfir, en það verður líklega eftir fáeina klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×