Erlent

Stjarna úr demanti

Þó stjarnan sé úr demandi er hún líklega ekki jafn-glitrandi og tær og þeir demantar sem við erum vön.
Þó stjarnan sé úr demandi er hún líklega ekki jafn-glitrandi og tær og þeir demantar sem við erum vön.
Ástralskir geimvísindamenn hafa komið auga á nýja stjörnu sem virðist gerð úr demanti. Stjarnan er í um 4000 ljósára fjarlægð nálægt miðju vetrarbrautarinnar. Þetta kemur fram í á vefmiðli The West Australian.

Stjarnan er mun þéttari í sér en áður þekktar stjörnur og nær eingöngu gerð úr kolefni. Þar sem hún er svo þétt áætla vísindamenn að stærstur partur hennar sé í raun demantur. Þó hún sé um það bil jafnþung og Júpíter er hún um 20 sinnum minni.

Hvernig um er að litast á þessari heillandi stjörnu er hins vegar enn ráðgáta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×