Erlent

Laug Gaddafi um andlát dóttur sinnar?

JHH skrifar
Hárprúði harðstjórinn Gaddafi.
Hárprúði harðstjórinn Gaddafi. Mynd/ afp
Hingað til hefur verið fullyrt að kjördóttir Gaddafis, leiðtoga Líbíu, hafi farist í sprengjuárás árið 1986. En nú hafa fundist vísbendingar um að hún hafi alls ekki farist, heldur sé enn á lífi. Dóttirin heitir Hana og er sögð hafa týnt lífi í loftárás Bandaríkjamanna á Trípolí, höfuðborg Líbíu, árið 1986. 

Gaddafi er sagður hafa notfært sér andlát dóttur sinnar til þess að fá samúð frá fólkinu sínu og byggja upp andspyrnu gegn Bandaríkjamönnum. Sumir fjölmiðlar efuðust reyndar um að frásagnir af andláti stelpunnar væru réttar. Nú hafa nýjar upplýsingar orðið til þess að vekja upp efasemdir um andlát hennar á ný. Þetta kemur fram í the Irish Times.

Blaðið fullyrðir að í virki Gaddafis, sem uppreisnarmenn réðust inn í þessa vikuna, hafi fundist myndir af stelpu og skjal sem sýnir að stelpa hefur sótt enskunámskeið eftir að hún var sögð hafa farist. Þá hafi fundist vegabréf sem talið er tilheyra stelpunni. Þeir sem hafa séð þessi gögn segjast þess fullvissir um að stelpan sem þetta efni tilheyrir sé kjördóttir Gaddafis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×