Erlent

Búrhvalur syndir upp á strönd

Baðstrandarferð á Spáni varð óvænt töluvert meira ævintýri þegar búrhval skolaði þar á land.
Baðstrandarferð á Spáni varð óvænt töluvert meira ævintýri þegar búrhval skolaði þar á land. Mynd/Vísindavefurinn
Baðstrandargestir á Norður-Spáni áttu undarlegan morgun, en þegar þeir mættu á ströndina hafði 15 metra löngum búrhval skolað þar á land. Hann var enn á lífi þegar menn komu að honum, en var svo gríðarlega stór að dráttarbátur gat ekki komið honum aftur á flot. Hann dó fljótlega eftir að hann fannst.

„Hann kom hingað til að deyja," segir Enrique Franco, sérfræðingur í dýralífi hafsins og útskýrði að það sé ekki óalgengt að svona hvalir syndi á land þegar þeir eru mjög veikir.

Sór hópur ferðamanna og innfæddra hafði safnast saman til að taka myndir af hvalnum og fylgjast með tilraunum til að flytja hann á brott. Það voru miklar tilfæringar, því þegar dráttarbáturinn dugði ekki til að flytja hann voru tveir kranar fluttir á staðinn og þeir notaðir til að lyfta hvalnum upp á flutningabíl. Búrhvalir geta vegið 20 til 30 tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×