Erlent

Irene sögulegur fellibylur

Obama flýtir sér úr sumarleyfi til að takast á við fellibylinn.
Obama flýtir sér úr sumarleyfi til að takast á við fellibylinn.
„Allt bendir til þess að Irene verði sögulegur fellibylur," sagði Barack Obama, bandaríkjaforseti, á blaðamannafundi fyrr í dag og hvatti fólk til að undirbúa sig vel fyrir komu fellibylsins.

Ef stormurinn nær til New York borgar í styrktarflokki 2, eins og menn óttast, verður hann sterkasti fellibylur álfunnar frá árinu 1991. Hann gæti haft áhrif á allt að 65 milljónir manns, sem er einhver mesti fjöldi sem nokkurn tíma hefur orðið fyrir áhrifum frá einum stormi.

Obama, sem hefur verið í sumarleyfi undanfarna daga, mun snúa aftur til Washington til að stjórna viðbrögðum ríkisstjórnarinnar við storminum.


Tengdar fréttir

Neyðarástand í sjö ríkjum

Ríkisstjórar í sjö ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Írenu sem búist er við að gangi yfir austurströnd Bandaríkjanna í kvöld og í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×