Erlent

Dýrt að raka á sér lappirnar

mynd úr safni
Í nýlegri rannsókn sem birt var í blaðinu Telegraph kemur fram að ein af hverjum þremur konum í Bretlandi skrúfa ekki fyrir vatnið í sturtunni á meðan þær raka á sér lappirnar en talið er að yfir 50 milljarðar lítra af vatni fari til spillis á hverju ári vegna þessa.

Til að setja þetta í samhengi gæti þessi fjöldi lítra dugað íbúum London í tuttugu og fimm daga.

Í sömu rannsókn kom fram að einn af hverjum fjórum skrúfa ekki fyrir vatnið í krananum á meðan þeir tannbursta sig og fara því um 120 milljarðar lítra í súginn á ári hverju vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×