Erlent

Frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn

Berkowits myrti sex manns og særði sjö á árunum 1976-77 í New York.
Berkowits myrti sex manns og særði sjö á árunum 1976-77 í New York. MYND/AP
Einn frægasti raðmorðingi Bandaríkjanna sækir ekki um reynslulausn. David Berkowitz eða "Son of Sam", hélt New York í gíslingu í upphafi áttunda árutugsins með tíðum morðum sínum. Berkowitz sem myrti sex manns og særði aðra sjö mun ekki sækjast eftir reynslulausn. Þetta tilkynnti Berkowitz í bréfi sem hann sendi sjálfur til FoxNews fréttastofunnar og bætti við „að fyrirgefning frá Jesú Kristi“ væri nóg fyrir hann, og að hann hefði engan „áhuga á reynslulausn".

Honum hefur verið hafnað fimm sinnum áður um reynslulausn og engu líkara að hann sé löngu búinn að gefast upp á þeirri báráttu.

Berkowits myrti sex manns og særði sjö á árunum 1976-77 í New York, og fékk viðurnefnið "Son of Sam" eftir að hann skildi eftir miða á vettvangi sem á stóð ,,Ég er ófreskja, ég er Son of Sam". Eftir mikið skelfingarástand í New York og viðamikla rannsókn var Berkowitz handtekinn árið 1977. Hann var dæmdur í sexfaldan lífstíðardóm, svo ekki þykir líklegt að reynslulausn hefði verið gefin þó svo um hana hafi verið sótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×