Erlent

Gefast upp á þjóðarhundinum

Þýski fjárhundurinn er í hugum margra einkennishundur Þýskalands.
Þýski fjárhundurinn er í hugum margra einkennishundur Þýskalands. Mynd/AFP
Þýska lögreglan er smám saman að skipta þjóðarhundinum, þýskum fjárhundi (sheffer), út fyrir belgísku tegundina. Ríkislögreglan heldur nú aðeins 26 þýska fjárhunda á móti 281 belgískum.

Guenther Bonke, yfirmaður hundadeildar North Rhine-Westphalia lögreglunnar, sagði að þó þýski shefferinn sé ekki vitlaus sé sá belgíski „hraustari, grimmari ef nauðsyn ber til og verndi eiganda sinn betur". Hann sé einnig léttari og sneggri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×