Erlent

Hadzic segist saklaus

„Saklaus,“ sagði Goran Hadzic af miklu sjálfsöryggi þegar dómarinn bað hann að setja fram kröfur sínar.
„Saklaus,“ sagði Goran Hadzic af miklu sjálfsöryggi þegar dómarinn bað hann að setja fram kröfur sínar. Mynd/AFP
Stríðshöfðingi Serba, Goran Hadzic, lýsti sig saklausan fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag. Hadzic er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir hlutdeild sína í Júgóslavíustríðinu 1991-1993. Verði hann fundinn sekur bíður hans lífstíðarfangelsi.

Hadzic er meðal annars sakaður fyrir að pynta 260 manns, sem var smalað útaf spítala í umsetnum bæ og drepnir á nállægu svínabúi. Hann á einnig að hafa leitt 50 fanga út á engi og skipað svo hermönnum sínum að hefja skothríð þar sem 21 dóu.

Hadzic, 52 ára, var handtekinn í júlí á þessu ári í þorpi í norðurhluta Serbíu, aðeins tveimur mánuðum eftir handtöku Ratko Mladic, sem einnig er ákærður fyrir stríðsglæpi. Handtökurnar koma Sameinuðu Þjóðunum skrefi nær því að ljúka hlutverki dómstólsins sem stofnaður var í Haag til að fjalla um stríðið í Júgóslavíu á árunum 1991-1995.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×