Erlent

Sektuð fyrir að gefa barninu ekki nafn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Parken í Kaupmannahöfn. Mynd/ AFP.
Frá Parken í Kaupmannahöfn. Mynd/ AFP.
Kona frá Kaupmannahöfn hefur verið sektuð um 500 danskar krónur, sem jafngildir um 10 þúsund íslenskum, fyrir að hafa ekki gefið barninu sínu nafn.

Barnið er orðið tveggja ára gamalt, eftir því sem danska ríkisútvarpið greinir frá. Það ætti því að hafa fengið nafn lögum samkvæmt. Dómur í Kaupmannahöfn hefur því dæmt konuna fyrir þetta sinnuleysi. Konan mætti sjálf ekki þegar málið fór fyrir dóminn og var málið því dæmt með svokallaðri útivist.

Ekki er vitað hvað konunni gengur til með þessum trassaskap við nafngiftina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×