Erlent

Fundur SÞ og Suu Kyi

Tomas Ojea Quintana (vinstri) og Aung San Suu Kyi (hægri) áttu fund í dag.
Tomas Ojea Quintana (vinstri) og Aung San Suu Kyi (hægri) áttu fund í dag. Mynd/AFP
Lýðræðissinnin Aung San Suu Kyi frá Búrma segir heimsókn sendifulltrúa Sameinuðu Þjóðanna hafa verið uppörvandi. Suu Kyi átti 90 mínútna fund með mannréttindafulltrúanum, Tomas Ojea Quintana, sem snerist helst um aðstæður 2.000 pólitískra fanga í Búrma og önnur málefni tengd mannréttindum.

Suu Kyi segir Quintana „raunverulega vilja bæta mannréttindi í Búrma". Quintana mun gefa frá sér yfirlýsingu vegna fundarins á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×