Erlent

Ekkert „like“ í Þýskalandi

Yfirmaður Persónuverndar í þýska fylkinu Schleswig-Holstein telur að „like" hnappurinn svokallaði á Facebook, sem notendur smella á til að lýsa velþóknun sinni á færslum og öðru, brjóti í bága við persónuverndarlög í Þýskalandi.

Ástæðan er sú að Facebook getur safnað merkingum úr tilteknum tölvum og búið til neyslu- og viðhorfaprófíl af tilteknu fólki, en slíkt er ólögmætt samkvæmt lögunum.

Stjórnendur vefsíðna sem bjóða up á þennan möguleika gætu átt von á því að verða sektaðir fyrir brot á persónuverndarlögum fyrir allt að 50 þúsund evrur, jafnvirði átta milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×