Erlent

Staðan í Líbíu

Uppreisnarmaður gerir v-merki með fingrunum, sem táknar „victory“, í fagnaðarlátunum í Tripoli.
Uppreisnarmaður gerir v-merki með fingrunum, sem táknar „victory“, í fagnaðarlátunum í Tripoli. Mynd/AFP
Þó sprengingar og skothvellir heyrist enn í Líbíu eru þær blandnar hamingjuhrópunum fólks og barnasöng. Það eru fagnaðarlæti í Tripoli eftir einstakan og sögulegan dag.

Hið víggirta byrgi Gaddafis, Bab al Aziziya, sem áður var talið ósigrandi, er fallið eftir mikinn bardaga og mikið mannfall. Uppreisnarmenn segja að 400 manns hafi látist og 2.000 særst síðustu þrjá daga í bardaganum um Tripoli. Leiðtoginn sjálfur Gaddafi hefur reyndar ekki verið handsamaður, en nú er það í raun bara tímaspursmál. Uppreisnarmenn hafa hert mjög á leit að honum.

Col Gaddafi sagði í gær, á hljóðupptöku sem spiluð var á sjónvarpsstöðinni Al Rai, að flótti hans úr hinu sigraða byrgi, Bab al Aziziya, hafi verið hernaðarlegt kænskubragð. Hann sagði einnig að stjórn sín gæti þolað árásir uppreisnarmanna í „marga mánuði, jafnvel ár" og hann myndi koma aftur til að taka Tripoli. Hann lofaði „sigri eða píslarvættisdauða".

Nú hefur breiðst út orðrómur um að Gaddafi hafi flúið gegnum neðanjarðargöng og stefni ásamt stuðningsmönnum sínum í átt að heimabæ sínum, Sirte. Menn óttast að þar muni blóðug lokaorrusta eiga sér stað.

Þó gærdagurinn hafi verið dagur trylltrar hamingju uppreisnarmanna eru hætturnar enn til staðar. Mikill bardagi geisaði í miðborg Tripoli í nótt. Orrustunni er ekki lokið, en tæplega langt í að friður náist og endurreisn landsins taki við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×