Erlent

Fundur með Frakklandsforseta

Mahmoud Jibril, leiðtogi uppreisnarmanna, er nú á leið til Frakklands.
Mahmoud Jibril, leiðtogi uppreisnarmanna, er nú á leið til Frakklands. Mynd/AFP
Leiðtogi uppreisnarmanna í Líbíu, Mahmoud Jibril, er á leið til Frakklands. Í kvöld mun hann eiga viðræður við Nicolas Sarkozy, frakklandsforseta. Viðræðurnar munu helst snúast um ástandið í Líbíu og framlag alþjóða samfélagsins til  umskiptanna þar í landi.

Frakkland var fyrsta landið sem studdi þjóðarstjórn uppreisnarmanna og hefur að miklu leyti stjórnað loftárásum Atlantshafsbandalagsins (NATO) á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×