Erlent

Hundar gegn krabbameini

Hið undranæma nef hundsins gæti verkað betur en nýjasta tækni og vísindi í baráttu við krabbamein.
Hið undranæma nef hundsins gæti verkað betur en nýjasta tækni og vísindi í baráttu við krabbamein.
Á þýsku sjúkrahúsi hafa hundar verið þjálfaðir til að greina hvort fólk er með lungnakrabbamein. Hundarnir finna á lyktinni af andardrætti fólks hvort það er með sjúkdóminn.

Hundarnir hafa hingað til haft rétt fyrir sér í 72% tilvika, sem er býsna vel af sér vikið. Þýskur sérfræðingur í brjóstakrabbameini segir hundana jafnvel enn nákvæmari en venjulega rafmagns-skynjara.

Hundarnir finna meira að segja mun og geta greint á milli þeirra sem hafa lengi verið með sjúkdóminn og þeirra sem hafa aðeins fengið hann nýlega.

Hundar gætu því átt eftir að verða framtíðar leynivopn lækna í baráttunni við krabbamein. Þó er ljóst að talsverðar rannsóknir þurfa að fara fram þar til hægt verður að taka hundana í gagnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×