Erlent

Sonur Gaddafi mun berjast þar til yfir lýkur

al-Islam mun berjast til dauða.
al-Islam mun berjast til dauða. Mynd/AFP
Sonur Muammar Gaddafi, Seif al-Islam, hefur heitið því að berjast til dauða og krefst þess jafnframt að liðsmenn Gaddafi gefist ekki upp fyrir uppreisnarmönnum, sem nálgast nú síðasta vígi Gaddafi óðfluga.

Seif al-Islam kom fram á útvarpsupptöku á Al-Rai sjónvarpsstöðinni fyrr í dag og sagðist tala frá úthverfum Tripoli. Hann sagði föður sinn heilan á húfi. „Við munum deyja í landinu okkar. Enginn mun gefast upp," sagði hann.

Þessi yfirlýsing kemur rétt sólarhring eftir að annar sonur Gaddafi býðst til þess að gefast upp. Sá sonur, al-Saadi, sagði mikilvægt að binda enda á blóðbaðið og kvaðst tala í umboði föður síns. Yfirlýsingarnar tvær virðast gefa til kynna ákveðna togstreitu innan herbúða Gaddafi.

Á morgun verða nákvæmlega 42 ár síðan Muammar Gaddafi komst til valda með uppreisn.


Tengdar fréttir

Sonur Gaddafis semur um uppgjöf

Al-Saadi, einn af sonum Gaddafis, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, er nú að semja við uppreisnarmenn um að gefast upp. Hersveitir Atlantshafsbandalagsins herja enn á hersveitir Gaddafis sjálfs, en talsmaður hans hefur borið til baka fréttir af því að hann ætlaði sjálfur að gefast upp. Sky fréttastofan segir að ekkert sé vitað um það hvar Gaddafi sé niðurkominn þrátt fyrir að uppreisnarmenn segist vera að nálgast hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×