Erlent

Daryl Hannah handtekin við Hvíta húsið

Hannah fórnar sér fyrir málstaðinn.
Hannah fórnar sér fyrir málstaðinn. Mynd/AP
Kvikmyndastjarnan Daryl Hannah, sem sló fyrst í gegn í Splash en síðar í Kill Bill eftir Tarantino, var handtekin í dag fyrir utan Hvíta húsið í Washington. Leikkonan var þar stödd ásamt fleirum til þess að mótmæla fyrirhugaðri lagningu olíuleiðslu frá Kanada og niðut að Mexíkóflóa. Mótmælendurnir segja að mikið rask verði af leiðslunni sem myndi liggja í gegnum sex ríki Bandaríkjanna. Þeir krefjast þess að áhersla verði frekar lögð á græna orku.

Þegar lögregla bað stjörnuna um að færa sig um set neitaði hún því staðfastlega og var handtekin í kjölfarið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hannah er handtekin við svipaðar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×