Erlent

Vísindamenn þróa sólarvarnarpillu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kóralrif. Mynd/ Getty.
Kóralrif. Mynd/ Getty.
Vísindamenn vonast til þess að geta búið til efni, sem er sambærilegt við þá vörn sem kóraldýr hafa gegn sólinni, til þess að útbúa sólarvarnarlyf fyrir menn.

Vísindamennirnir, sem starfa við King´s háskólann í Lundúnum, fór til Ástralíu á dögunum til þess að kynna sér erfðafræðilega- og lífefnafræðilega byggingu kóraldýranna. Þeir vonast síðan til þess að geta búið til efni sem byggir á því efni sem dýrin hafa frá náttúrunnar hendi til þess að vernda sig frá útfjólubláum geislum sólarinnar.

Á fréttavef BBC segir að þróun efnisins sé reyndar langt komin og búast megi við að tilraunir á hú manna geti hafist fljótlega




Fleiri fréttir

Sjá meira


×