Erlent

Skrifstofumenn í París berjast um flottustu myndina

Alls kyns fígúrur skreyta nú annars litlausar skrifstofubyggingar Parísarborgar.
Alls kyns fígúrur skreyta nú annars litlausar skrifstofubyggingar Parísarborgar. Mynd/postitwar.com
Parísarborg logar nú í átökum. Ekki er um blóðugt borgarastríð að ræða, heldur er tekist á um hver geti gert flottustu „Post-it" myndina í glugga á skrifstofum borgarinnar. Sérstök heimasíða hefur verið sett upp þar sem gefur að líta ótrúlega hugmyndaauðgi og greinilegt að menn leggja mikið á sig í stríðinu.

Átökin hófust í maí þegar starfsmenn í leikjafyrirtækinu Ubisoft og bankastarfsmenn hjá BNP-Paribas fóru að skiptast á skotum með því að skreyta gluggana sína með verkum gerðum úr „Post-it" miðum. Síðan breiddust þau út um borgina og greip sannkallað æði um sig eins og sjá má á heimasíðunni postitwars.com.

Nú berast fregnir af því að átökin hafi borist til annarra evrópulanda, þar á meðal til Belgíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×