Erlent

Múslimar fórust í fagnaðarlátum

Frá bílsprengjunni í morgun
Frá bílsprengjunni í morgun Mynd/AFP
Að minnsta kosti ellefu fórust og tuttugu særðust, þegar bíll sprakk í loft upp í borginni Quetta í suðvestur Pakistan í morgun. Fjöldi múslima voru saman komnir til að fagna á lokadegi Rahmadan, föstumánaðar múslima, sem lauk í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu í borginni var bílstjórinn að reyna keyra inn í mannþröngina en var stöðvaður af öryggisvörðum. Þá sprakk bíllinn í loft upp af slíku afli að líkamsleifar og rúður í nálægum byggingum þeyttust út um allt.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×