Erlent

Japanir syrgja líka

Frá mótmælunum.
Frá mótmælunum.
11. September 2011 markar ekki aðeins þau merku tímamót að áratugur er liðinn frá hryðjuverkunum í New York, heldur einnig að í dag eru nákvæmlega sex mánuðir liðnir síðan jarðskjálftinn skók jörðu í Japan og flóðbylgja skall á landinu með þeim afleiðingum að um 20 þúsund manns létust og eru týndir.

Munkar kyrja á götum úti og víðsvegar hefur fólk komið saman til þess að minnast þeirra sem fórust í hamförunum, sem meðal annars olli einu af hryllilegustu kjarnorkuslysum síðari tíma.

Þá mótmælti fjöldi fólks í Tókíó, fyrir utan viðskiptaráðuneyti landsins. Talið er að 2500 mótmælendur hafi komið saman til þess að mótmæla notkun kjarnorkuvera í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×