Erlent

Mikill öryggisviðbúnaður í New York

Tvíburaturnarnir hrundu með þeim afleiðingum að á þriðja þúsund manns létust.
Tvíburaturnarnir hrundu með þeim afleiðingum að á þriðja þúsund manns létust.
Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í New York vegna þess að á morgun eru tíu ár liðin frá hryðjuverkunum þann 11. september árið 2001.

Þannig lýsir fréttamiðillinn New York Post að vopnaðir lögreglumenn eru á hverju götuhorni. Þá eru sérsveitarmenn vopnaðir hríðskotabyssum fyrir framan mikilvægar byggingar á vegum hins opinbera, og bygginga sem eru taldar líklegri en aðrar til þess að verða skotmörk hryðjuverkamanna.

Þá er umferðaeftirlitið gríðarlegt að auki. Bifreiðar eru stöðvaðar og lögregla leitar í þeim af ótta við að bílasprengju.

Talið er að hryðjuverkasamtökin Al-Kaída standi á bak hótun um að hryðjuverkaárás verði gerð í Bandaríkjunum á næstu dögum.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu á dögunum, en Bandaríkjamenn telja sig hafa trúverðugar upplýsingar um að verið sé að undirbúa slíka árás.

Á morgun munu Bandaríkjamenn minnast þeirra sem féllu í hryðjuverkaárásunum fyrir tíu árum, þegar tvíburaturnarnir féllu eftir að liðsmenn Al-Kaída flugu flugvélum beint á byggingarnar.

Borgarbúar hafa skilning á aðgerðum lögreglunnar, samkvæmt New York Post, en eftirlitið hefur meðal annars valdið miklum umferðatöfum á aðalgötum borgarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×