Erlent

Ráðist á ísraelskt sendiráð í Egyptalandi

Frá mótmælunum í Egyptalandi síðasta vetur.
Frá mótmælunum í Egyptalandi síðasta vetur.
Hópur mótmælenda réðist að sendiráði Ísrael í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gærkvöldi og hefur sendiherrann, fjölskylda hans og aðrir starfsmenn sendiráðsins flúið land.

Mótmælin standa enn yfir, en í nótt var bensínsprengjum og grjóti kastað í lögreglu og öryggissveitir, sem beittu táragasi og skutu viðvörunarskotum til að reyna að ná tökum á ástandinu.

Forsætisráðherra landsins hefur kallað ríkisstjórnina á neyðarfund í dag til að ræða mótmælin. Deila Ísraela og Egypta hefur stigmagnast allt frá því að Ísraelskar hersveitir skutu fimm egypska lögreglumenn til bana í ágústmánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×