Viðskipti erlent

Fylgjast grannt með íslensku efnahagslífi

Fjölmiðlar á Norðurlöndum og Bretlandi fylgjast enn grannt með íslensku efnahagslífi. Þannig greindu margir þeirra frá því að matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti horfum sínum fyrir lánshæfi Íslands úr neikvæðum í stöðugar.

Í Berlinske Tidende var frétt um málið undir fyrirsögninni: Góðar fréttir fyrir efnahag Íslands. Þar segir að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra geti glatt sig yfir því að jákvæð frétt hafi komið fyrir illa staddan íslenskan efnahag.

Í breska blaðinu The Guardian segir deilurnar um skuldamálin eftir gjaldþrot bankanna muni ekki hafa áhrif á endurreisn efnahagslífsins hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×