Erlent

Segir mótmæli ógna lýðræðinu

Manmohan Singh forsætisráðherra er í miklum vandræðum vegna ásakana um spillingu hins opinbera og mótmæla sem stigmagnast víða um landið.
Manmohan Singh forsætisráðherra er í miklum vandræðum vegna ásakana um spillingu hins opinbera og mótmæla sem stigmagnast víða um landið. Nordicphotos/AFP
Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, deilir harkalega á Anna Hazare, sem hóf í gær hungurverkfall til að krefjast hertra laga gegn spillingu.

Hazare hóf föstuna í varðhaldi í gær. Honum var sleppt skömmu síðar, en hann neitaði að yfirgefa fangelsið nema hann fengi að mótmæla á sinn hátt.

Singh sagði að aðgerðir Hazares væru kúgun og aðför að þinginu. Frekar ættu lýðræðislega kjörnar stofnanir ríkisins að klára málið. Þúsundir hafa farið út á götur landsins og mótmælt viðbrögðum stjórnarinnar og handtökunni á Hazare.

- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×