Erlent

Klámmyndaiðnaðurinn lamaður vegna alnæmissmits

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Klámmyndaleikarinn greindist með alnæmissmit. Mynd/ AFP.
Klámmyndaleikarinn greindist með alnæmissmit. Mynd/ AFP.
Klámmyndaframleiðendur í Los Angelses í Bandaríkjunum segja að klámmyndaleikari hafi reynst jákvæður þegar hann fór í alnæmisprór á dögunum. Þetta mun hafa í för með sér að hlé verður gert á framleiðslu fullorðinsmynda í Suður-Kalíforníu á næstunni á meðan rannsakað er hvort veiran hafi dreift sér eitthvað innan starfsstéttarinnar.

Diane Duke, forstjóri Free Speech Coalition, sem sér um dreifingu klámmynda í Bandaríkjunum sagði í dag að viðkomandi klámmyndaleikari hafi greinst með veiruna á laugardaginn. Hún vildi ekki gefa upp neinar persónuupplýsingar um viðkomandi leikara, eftir því sem AP fréttastofan greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×