Erlent

Segir Beijing borg ofbeldisins

Weiwei eftir að honum var sleppt í júní á þessu ári.
Weiwei eftir að honum var sleppt í júní á þessu ári. Mynd/AFP
Kínverski nútímalistamaðurinn, Ai Weiwei, sendi seint í gærkvöld frá sér grein þar sem hann gagnrýnir stjórnvöld í Kína harkalega. Weiwei var sleppt úr varðhaldi í júní á þessu ári. Hann hefur lengi verið hávær gagnrýnandi stjórnvalda í kína en að sögn embættismanna var hann fangelsaður vegna fjármálaglæpa.

Greinin er fyrsta gagnrýni Weiwei á stjórnvöld síðan honum var sleppt úr haldi. Í greininni kallar hann Beijing „borg ofbeldisins" og sagði að maður gæti aldrei treyst dómskerfinu þar.

Weiwei er bannað að tala við erlenda fréttamenn, hitta útlendinga og nota internetið. Það eru meðal annars skilyrði fyrir lausn hans. Þrátt fyrir þetta skrifaði hann greinina sem birt var á vefsíðu Newsweek. Hann sagðist ekki vita hverjar afleiðingarnar yrðu.

Ai Weiwei er einn þekktasti nútímalistamaður Kínverja. Hann hannaði meðal annars Olympíuleikvanginn í Beijing. Þegar Weiwei var hnepptur í varðhald í apríl á þessu ári vakti það harkaleg viðbrögð á heimsvísu. Honum var haldið í tvo mánuði án þess að nokkrar opinberar ákærur væru gefnar út.


Tengdar fréttir

Hu Jia sleppt úr fangelsi í Kína

Kínverski andófsmaðurinn Hu Jia hefur verið sleppt úr fangelsi í Kína og dvelst nú meðal fjölskyldu sinnar, en eiginkona hans greindi frá þessum á Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×