Erlent

Bresk skólabörn koma vopnuð í skólann - sum lögð í einelti af foreldrum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Níu ára gömul börn koma vopnuð hnífum í verstu skólana í Bretlandi samkvæmt viðamikilli könnun sem hefur verið gerð á menntakerfinu í landinu. Niðurstaðan er sláandi og sýnir gríðarlegt agaleysi og getuleysi skólanna til þess að takast á við agavandamál.

Meðal annars koma börn klædd í litum sem einkenna götuklíkur. Það sem er líklega mest sláandi er vopnaburður nemanda. Í svörum sem þau gáfu í könnuninni kemur fram að mörg þeirra koma vopnuð í skólann vegna þess að þau eru lögð í einelti.

Í einu tilvikinu sagðist barn koma með hníf í skólann vegna þess að faðir nemanda í skólanum hótaði honum ofbeldi þegar hann var á leiðinni heim úr skólanum.

Sum barnanna segjast lenda í því vera rænd á leiðinni úr skólanum.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði á dögunum í ræðu sinni að það yrði að koma á aga í skólum landsins. Kerfið væri í slíkum ógöngum að það þyrfti róttækar lausnir til.

Hægt er að lesa grein Daily Telegraph um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×