Erlent

Lifði Hitler af, en réði ekki við Irene

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Rozalia Stern-Gluck, 82 ára gyðingur, drukknaði í sumarhúsi sínu í Norður Karólínu í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag þegar lækur í grendinni flæddi yfir bakka sína. Eiginmaður hennar slapp út úr húsinu áður en það fylltist af vatni, en björgunarsveitarmenn náðu líki konunnar ekki út fyrr en í gær þegar vatnsyfirborðið lækkaði.

„Hún lifði Hitler af, en hún réði ekki við Irene," sagði eiginmaður konunnar við fjölmiðla.

Björgunarsveitarmenn stríddu í dag við að ná til þeirra sem eru fastir vegna flóða í kjölfar fellibylsins Irene. Minnst 46 manns létust í kjölfar þess að Irene gekk yfir landið. Eitthvað í kringum milljón manns eru rafmagnslausir sem stendur og á mörgum svæðum gæti liðið allt að vika þar til rafmagn kemst aftur á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×