Erlent

Sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi

Aukinn kraftur færðist í mótmæli í Sýrlandi í dag. Hér halda mótmælendur uppi skilti með myndum af Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og Gaddafi.
Aukinn kraftur færðist í mótmæli í Sýrlandi í dag. Hér halda mótmælendur uppi skilti með myndum af Bashar al-Assad, forseta Sýrlands og Gaddafi. Mynd/AFP
Að minnsta kosti sjö fórust í skotárásum í Sýrlandi í dag þegar öryggissveitir stjórnvalda skutu á mótmælendur þar í landi. Á meðal þeirra sem fórust var þrettán ára gamall piltur sem tók þátt í mótmælunum, eftir því sem Sky fréttastofan hefur eftir talsmanni mótmælenda. Þúsundir mótmælenda flykktust út á götur í Sýrlandi í dag og kröfust afsagnar Bashars al Assad, forseta landsins, en skriðdrekar og hermenn voru þar jafnframt á hverju strái.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×