Erlent

Gaddafí flúinn frá Trípolí

Hér hefur einhver látið mynd af Gaddafi vaða í ruslagám.
Hér hefur einhver látið mynd af Gaddafi vaða í ruslagám. Mynd/AFP
Muammar Gaddafi, fyrrverandi leiðtogi Líbíu, er flúinn frá höfuðborginni Trípolí. Lífvörður sonar hans segir Gaddafi hafa hitt börn sín í borginni á föstudaginn en hann hafi ekki sést frá þeim tíma.

Lífvörðurinn staðfesti jafnframt fréttir gærdagsins að Khamis hefði farist þegar hersveitir Atlantshafsbandalagsins gerðu loftárásir á Toyota LandCruiser bifreið hann var í um 60 kílómetrum frá Trípolí.

Khamis, sonur einræðisherrans fyrrverandi, er sá manna hans sem almennir borgarar í Líbíu hafa óttast hvað mest undir ógnarstjórn Gaddafis. Reglulega hafa borist fréttir af falli hans á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að borgarastyrjöld hófst í Líbíu. Fréttirnar hafa hins vegar alltaf verið bornar til baka þangað til nú.

Eiginkona Gaddafis og þrjú börn komu til Alsír í gærmorgun og eru þar enn. Fyrir hádegi í dag bárust fréttir um að dóttir hans hefði alið barn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×