Erlent

Ipad-kerra gerir verslunarferðina betri

Ipad hefur innreið sína í matvörubúðirnar.
Ipad hefur innreið sína í matvörubúðirnar. Mynd/AFP
Matvörubúð í London býður nú viðskiptavinum sínum upp á verslunarkerrur með ipad standi á handfanginu. Þær eru hugsaðar fyrir sérlega upptekna heimilisfeður og forfallna íþróttaaðdáendur.

Þessi hátækni kerra er búin hátölurum, svo hægt er að fylgjast með fótboltaleiknum og heyra þulina öskra meðan maður hleður kerruna grænmeti. Aukinheldur er framan á henni höggvörn fyrir þá sem gleyma stund og stað yfir leiknum sem og fjarlægðarskynjari sem gefur frá sér hvell hljóð þegar kerran kemur of nálægt öðrum hlutum.

Hugmyndasmiðurinn, Ian Burgess, segir gjarna erfitt að hanna hlut sem er gagnlegur og nýstárlegur í senn. „En ég held að með ipad-kerrunni höfum við neglt þetta," bætir hann við.

Hér má sjá myndir af græjunni sem og upprunalegu fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×