Erlent

Neitaði að borga verndarfé

Spilavítið brann til grunna og fimmtíu og tveir fórust
Spilavítið brann til grunna og fimmtíu og tveir fórust mynd/afp
Eigendur spilavítisins, sem brann til grunna í Monterrey í Mexíkó í síðustu viku, neituðu að greiða glæpasamtökum verndarfé nokkrum dögum fyrir harmleikinn. Því ákváðu foringjar samtakana að ráðast inn í spilavítið, hella bensíni um veggi og gólf og kveikja í.

Að minnsta kosti fimmtíu og tveir fórust í eldsvoðanum - aðallega eldri konur sem voru að spila bingó eftir vinnu.

Fimm menn hafa verið handteknir vegna málsins en þeir eru taldir tengjast glæpasamtökum Zetunum, sem eru alræmd í Mexíkó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×