Erlent

Tunglið kortlagt með meiri nákvæmni en nokkru sinni

Kortleggja tunglið Könnunargeimförin tengjast á sporbaug um tunglið og senda gögn til jarðar.Mynd/NASA
Kortleggja tunglið Könnunargeimförin tengjast á sporbaug um tunglið og senda gögn til jarðar.Mynd/NASA
Nýtt verkefni Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, gæti markað kaflaskil í skilningi mannkyns á eðli, gerð og upphafi tunglsins og bergreikistjarna í sólkerfi okkar.

GRAIL-verkefnið svokallaða felst í því að tveimur könnunarförum verður komið á braut um tunglið, þaðan sem þau munu senda nákvæmar upplýsingar um segulsvið tunglsins.

Meðal þess sem fram mun koma, gangi verkefnið að óskum, er uppbygging tunglsins allt frá kjarna að skorpu.

Fyrir utan það sem læra má um þróun og uppbyggingu annarra reikistjarna verður þetta verkefni ómetanleg fróðleiksnáma fyrir tunglferðir framtíðarinnar.

Könnunarförunum tveimur, Grail-A og Grail-B, verður að öllum líkindum skotið á loft hinn 8. september og er gert ráð fyrir því að þau verði komin á braut um áramót. Eftir það taka við 82 dagar af rannsóknum, en að því loknu munu tækin lækka flugið og lenda á yfirborði tungslins.

thorgils@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×