Erlent

Ætla að fá sjóræningja til að veiða

Fiskistofnar úti af ströndum Sómalíu hafa dafnað í skjóli sjórána síðustu árin.nordicphotos/AFP
Fiskistofnar úti af ströndum Sómalíu hafa dafnað í skjóli sjórána síðustu árin.nordicphotos/AFP
Hópur Dana vonast til þess að geta hjálpað sjóræningjum í Sómalíu að segja skilið við glæpastarfið og leggja fyrir sig fiskveiðar á ný, en margir þeirra eru sjómenn sem enga atvinnu hafa og stunda því sjórán.

Danirnir ætla, í samvinnu við stjórnvöld og hjálparstofnanir, að kaupa eða leigja færeyska eða grænlenska togara til að veiða á miðum úti af strönd Sómalíu. Frá þessu er skýrt á vefsíðum danska dagblaðsins Politiken.

Undanfarin ár, meðan sjórán hafa fælt fiskiskip annarra þjóða frá miðunum úti af Sómalíu, hafa fiskistofnarnir fengið frið til að stækka. Hugmyndin er sú að fara með stóra verksmiðjutogara á þessar slóðir og fara þar að dæmi Grænlendinga og bjóða heimamönnum að sigla upp að togurunum og kaupa þar af þeim fisk sem þeir hafa veitt á eigin bátum.

Það er danskur blaðamaður, Jakob Johannsen, sem er frumkvöðull þessarar tilraunar. Hann hefur áður starfað með hjálparstofnunum á borð við Barnaheill og Lækna án landamæra.

„Hugmyndin er sú að sjómenn á staðnum, sem taka þátt í verkefninu, fái borgað svo mikið reiðufé fyrir útflutninginn að þeir kjósi að vera sjómenn frekar en sjóræningjar,“ segir Johannsen.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×