Erlent

Gunaður um að kúga fé úr Berlusconi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn kúgaði fé út úr Berlusconi.
Maðurinn kúgaði fé út úr Berlusconi. Mynd/ AFP.
Ítalskur kaupsýslumaður og eiginkona hans hafa verið handtekin, grunuð um að kúga fé út úr Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu vegna viðskipta hans við vændiskonur. Kaupsýslumaðurinn, Giampaolo Tarantini, hefur viðurkennt að hafa borgað fylgdarkonum fyrir að hafa mætt í teiti til forsætisráðherrans. Lögreglan segir að hann hafi síðan kúgað um hálfa milljón evra út úr forsætisráðherranum fyrir að segja rannsóknarlögreglumönnum að forsætisráðherrann hafi ekki vitað að konurnar væru vændiskonur. Berlusconi viðurkennir að hafa reitt féð af hendi en segist einungis hafa verið að hjálpa vini í nauð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×