Erlent

Funda um málefni Líbíu

Leiðtogar helstu ríkja heimsins munu hittast í dag til að ræða, hvernig hægt verður að aðstoða bráðabirgðastjórn uppreisnarmanna í Líbíu, við að koma á lýðræði í landinu. Það eru Nicolas Sarkozy, frakklandsforseti og David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sem boðuðu til fundarins. Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir, sem og leiðtogar Kína og Rússlands. Leit stendur enn yfir að Múammar Gaddafí, fyrrum einræðisherra, en samkvæmt Saif-al Islam, elsta syni hans, munu þeir feðgar berjast við uppreisnarmenn til síðasta blóðdropa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×