Erlent

Stofna furstadæmi til að sleppa við niðurskurðinn á Ítalíu

Þorpsbúarnir eru ekki sáttir við boðaðan niðurskurð Berlusconis forsætisráðherra.
Þorpsbúarnir eru ekki sáttir við boðaðan niðurskurð Berlusconis forsætisráðherra. Mynd/AP
Þorpsbúar í ítölsku fjallahéraði hafa fundið upp á nýstárlegri leið til þess að sleppa við boðaðar niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa stungið upp á því að þorpinu Filettino verði breytt í furstadæmi og hafa þegar haft samband við Prins Emanúel Filiberto, afkomanda fyrrverandi konungs á Ítalíuskaga, og beðið hann um að gerast þjóðhöfðingi.

Aðal umkvörtunarefni þorpsbúanna er að ákveðið hefur verið að öll bæjarfélög sem telja færri en þúsund íbúa verði sjálfkrafa sameinuð við önnur stærri.  Í þorpinu búa aðeins tæplega 600 manns og sjá þeir því sína sæng útbreidda. Vandamálið er að í næsta stóra bæ búa svarnir óvinir þorpsbúa til margra alda. Því hafa þeir ákveðið að krefjast sjálfstæðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×