Erlent

Neyðarástand í sjö ríkjum

Írena
Írena
Ríkisstjórar í sjö ríkjum Bandaríkjanna hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibylsins Írenu sem búist er við að gangi yfir austurströnd Bandaríkjanna í kvöld og í fyrramálið.

Þúsundir íbúa hafa flúið heimili sín en um sextíu og fimm milljónir búa á svæðinu þar óttast er að fellibylurinn gangi yfir. Talið er mögulegt að fellibylurinn nái til New York á sunnudag en afar sjaldgæft er að fellibyljir nái alla leið þangað og gerðist það síðast fyrir um tuttugu og fimm árum.

Fellibylurinn gekk yfir Bahama-eyjar í gær. Engar fréttir hafa borist af manntjóni en eignatjón er mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×