Erlent

Kosið í Danmörku um miðjan september

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hefur boðað til kosninga. Mynd/ AFP.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Dana, hefur boðað til kosninga. Mynd/ AFP.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til kosninga í landinu þann 15. september næstkomandi.

Løkke sagði í morgun að kjósendur stæðu nú frammi fyrir skýru vali. Skuldasöfnun eða varanlegri velferð. Ríkisstjórnin hefði, með stuðningi Danse Folkeparti og Radikale Venstre, unnið eftir öruggri efnahagslegri pólitík.

Ákvörðun forsætisráðherrans um að boða til kosninga kemur ekki á óvart. Skoðanakannanir benda hins vegar til þess að hann standi höllum fæti gagnvart Helle Thorning-Schmid, leiðtoga sósíaldemókrata.

Þetta er í fyrsta sinn sem flokkur forsætisráðherrans, Venstre, gengur í gegnum kosningar án fyrrverandi forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussen. Hann gerðist framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins á kjörtímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×