Erlent

Kínverjinn segist ekki vera að ganga pólitískra erinda

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kínverjinn hefur lýst yfir áhuga á að kaupa land á Grímsstöðum á Fjöllum. Mynd/ SL.
Kínverjinn hefur lýst yfir áhuga á að kaupa land á Grímsstöðum á Fjöllum. Mynd/ SL.
Huang Nobo, kínverjinn vellauðugi sem hyggst fjárfesta í ferðaþjónustu á Ísland, vísar á bug öllum vangaveltum um að ástæður viðskipta sinna séu pólitískar. Kínverskir fjölmiðlar fjalla um málið í dag, en í frétt Financial Times af málinu í fyrradag var látið í veðri vaka að með fjárfestingunni væri verið að treysta stjórnmálaleg ítök Kínverja í Vesturheimi.

Huang segir í samtali við kínverska ríkisfjölmiðilinn Xinhua að áhugi hans á Íslandi væri einungis sprottinn af því að hér á landi væru vaxandi möguleikar í ferðamennsku. Þótt verkefnið myndi eflaust ekki skila hagnaði strax myndi fallegt landslag og mikil náttúra laða að ferðamenn.

„Verkefnið er einungis viðskiptalegs eðlis og er ekki í neinum tengslum við stjórnmál. Þessar áhyggjur eru ástæðulausar,“ sagði Huang. „Ég held að þetta verkefni hagnist bæði mínu fyrirtæki og heimamönnum,“ sagði hann.

Huang staðfesti að hann hefði eitt sinn unnið fyrir Kommúnista flokkinn í Kína og framkvæmdaráðuneytið í Kína á níunda áratugnum og snemma á þeim tíunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×