Viðskipti erlent

Jackie Kennedy seld fyrir milljarða

Málverk Andy Warhol af Jacqueline Kennedy fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby´s í New York í gærkvöldi fyrir rúmlega 20 milljónir dollara eða vel yfir tvo milljarða króna.

Verkið, sem ber heitið Sixteen Jackies, er dæmigert Warhol verk og sýnir samsettar andlitsmyndir af forsetafrúnni í mismunandi bláum útgáfum. Verðið sem fékkst fyrir verkið var undir væntingum sérfræðinga.

Jackie Kennedy var tvímælalaust þekktasta kona heimsins í upphafi sjöunda áratugarins eftir að eiginmaður hennar John F. var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Eftir að hann var myrtur giftist hún gríska auðmanninum Aristoteles Onassis. Jackie lést árið 1994.

Á uppboðinu hjá Sotheby´s seldist annað verk eftir Warhol sem heitir Shadow Red fyrir tæpar fimm milljónir dollara en verðmatið á því nam 900.000 dollurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×