Erlent

Um 20 þúsund hafa fallið í Líbíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hart er barist í Líbíu núna. Mynd/ AFP.
Hart er barist í Líbíu núna. Mynd/ AFP.
Um 20 þúsund manns hafa farist í Líbíu síðan að borgarastyrjöldin hófst þar í febrúar segir Mustafa Abdul Jalil, einn leiðtogi uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn berjast nú við hersveitir Gaddafis Líbíuleiðtoga. Samkvæmt Sky fréttastöðinni segjast uppreisnarmenn hafa umkringt Gaddafi og syni hans í húsi í Trípolí, höfuðborg Líbíu. AP fréttastöðin segir að um þúsund uppreisnarmenn berjist nærri virki Gaddafis í Tripoli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×